Á dögunum tóku ÁF-hús byggingaverktakar ásamt Tvíhorf arkitektum við viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14. Byggingin, sem staðsett er í hinu nýja Glaðheimahverfi Kópavogs, samanstendur af 40 íbúðum á 10 hæðum auk jarðhæðar og kjallara.

Frá upphafi hönnunarferlisins lögðu arkitektar áherslu á að byggingin framkallaði óvænta og síbreytilega upplifun þess sem á hana horfir, hvort sem er úr fjarlægð eða nálægð. Samspil málm- og viðarklæðininga ljá byggingunni nútímlegt og vandað yfirbragð. Þrítóna litur álklæðningarinnar breytist eftir sjónarhorni og kallast á við hlýleika og efniskennd viðarins. Uppbrot í lögun svalanna myndar skemmtilega hreyfingu í formgerð og útliti.

Við hönnun lóðarinnar var leitast við að skapa árstíðabundna stemningu, hlýleika og skjól. Með efnisvali og línum í lóðarhönnun er mynduð tenging við nálægar lóðir og stutt við heildaryfirbragð hverfisins. Blómstrandi plöntur í bland við sígrænar ljá svæðinu sterka árstíðartilfinningu en form gróðursvæða tengjast breytilegum línum í byggingunni.

Myndagallerí:

Ljósmyndir: Snorri Þór Tryggvason