Álalind 14

Álalind 14 er fjölbýlishús á 12 hæðum með einu stiga- og lyftuhúsi. Í kjallara eru sérgeymslur í fjórum álmum. Á jarðhæð er aðalinngangur byggingarinnar frá bílastæði að norðanverðu, tæknirými, hjóla- og vagnageymslur, sérgeymslur í tveimur álmum ásamt inngangi úr bílgeymslu. Á 1.-10. hæð eru íbúðir, fjórar á hverri hæð, samtals 40 íbúðir.

Allar íbúðirnar eru búnar veglegum svölum sem snúa í suðlægar áttir. Hverri íbúð fylgir rúmgóð sérgeymsla í kjallara. Í húsinu eru tvær lyftur og beint aðgengi frá jarðhæð í upphitaða bílageymslu. Rúmgóðar hjóla- og vagnageymslur eru í sameign.

Við hönnun íbúðanna var lögð áhersla á að skapa björt og opin alrými, með rúmgóðu eldhúsi og stofu. Aukin lofthæð, um 2,67 m er í öllum íbúðum og í íbúðum á efstu hæð er enn meiri lofthæð yfir hluta stofu og eldhúss. Svefnherbergi eru vel skipulögð. Leitast var við að fullnýta hvern fermetra með vel hugsuðum geymslulausnum í formi fastra innréttinga. Gluggar eru stórir og haganlega staðsettir með það að sjónarmiði að ramma inn fallegt útsýni og hleypa inn mikilli dagsbirtu á heimilin.

Íbúðum er skilað fullbúnum með harðparketi á öllum gólfum nema votrýmum. Baðherbergi eru með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta. Innréttingar eru af vandaðri gerð og val um tvær viðaráferðir. Í eldhúsum eru öll eldunartæki, ásamt innbyggðri uppþvottavél og kæli-/frystiskáp. Einnig fylgir öllum íbúðum þvottavél og þurrkari.