Forsíða
Tónahvarf 6 komið í sölu

Sala er hafin á iðnaðarbilum við Tónahvarf í Kópavogi. Húsið verður tilbúið í haust 2018.

Smellið hér til að skoða söluvef

 
Álalind 14 komin í sölu


Álalind 14 er fjölbýlishús á 12 hæðum með einu stiga- og lyftuhúsi. Í kjallara eru sérgeymslur í fjórum álmum. Á jarðhæð er aðalinngangur byggingarinnar frá bílastæði að norðanverðu, tæknirými, hjóla- og vagnageymslur, sérgeymslur í tveimur álmum ásamt inngangi úr bílgeymslu. Á 1.-10. hæð eru íbúðir, fjórar á hverri hæð, samtals 40 íbúðir.

Álalind 14 - söluvefur

Markaðsstofa Kópavogs í samvinnu við þá verktaka sem eru að byggja á svæðinu, þar á meðal ÁF Hús, hefur látið búa til kynningarvef um hverfið.  Þar er hægt að sjá hvernig hverfið mun líta út, ferðast þar um í 360° 3D umhverfi og skoða þjónustukort sem sýnir hvaða þjónusta er í grennd.

Glaðheimahverfið - kynningarvefur
 
Um ÁF hús ehf
Fyrirtækið er stofnað 1991 og er alhliða byggingafyrirtæki.
Fyrirtækið hefur byggt yfir 700 íbúðir, skóla, sundlaugar, fjölda atvinnuhúsnæða og ýmis umferðamannvirki.

Framkvæmdastjóri félagsins er Ágúst Friðgeirsson Húsasmíðameistari.