Steinsnar frá Vesturvör 26-28 verður tekið í notkun glæsilegt baðlón á næsta ári sem kallað er Sky Lagoon.

Hér er um að ræða glæsilegan baðstað með heitu lóni við sjóinn og einstöku útsýni á ysta odda Kársnessins í Kópavogi. Þar geta gestir slakað á og notið þess áhrifaríkasta sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Í Sky Lagoon fléttast orka jarðhitans og kraftar hafsins saman við hlýjar móttökur í notalegri umgjörð þar sem töfrandi hönnun á heimsmælikvarða orkar á öll skilningarvitin.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.skylagoon.com/is/