ÁF HÚS

Byggingaverktaki

vesturvör-26-28

Hafnarbraut 14

Við Hafnarbraut 14 mun rísa 86 íbúða fjölbýlishús við ströndina á Kársnesinu.

Fréttir

Jóla- og áramótakveðja

10. desember, 2020

ÁF-hús, Leigugarðar og Tvíhorf arkitektar óska Kópavogsbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafnarbraut 14 (áður Vesturvör 26-28), Kársnesi, kemur í sölu 2021. Fylgist með hér á afhus.is

Baðlón á Kársnesi

27. október, 2020

Steinsnar frá Vesturvör 26-28 verður tekið í notkun glæsilegt baðlón á næsta ári sem kallað er Sky Lagoon. Hér er um að ræða glæsilegan baðstað með heitu lóni við sjóinn og einstöku útsýni á ysta odda Kársnessins í Kópavogi. Þar geta gestir slakað á og notið þess áhrifaríkasta sem íslensk náttúra hefur upp á að…

Uppsteypu að ljúka við Vesturvör

8. október, 2020

Framkvæmdir ganga vel við Vesturvörina og er nú uppsteypa að klárast.

Álalind 14 verðlaunuð

9. september, 2020

Á dögunum tóku ÁF-hús byggingaverktakar ásamt Tvíhorf arkitektum við viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14. Byggingin, sem staðsett er í hinu nýja Glaðheimahverfi Kópavogs, samanstendur af 40 íbúðum á 10 hæðum auk jarðhæðar og kjallara. Frá upphafi hönnunarferlisins lögðu arkitektar áherslu á að byggingin framkallaði óvænta og síbreytilega…

Byrjað á þriðju hæð í Vesturvör

14. júní, 2020

Uppsteypa gengur vel á Kársnesinu og nú er byrjað á þriðju hæðinni. Eins og þessar myndir sýna er útsýnið frábært frá Vesturvörinni.

Uppsteypa gengur vel í Vesturvör

4. febrúar, 2020

Framkvæmdir ganga vel í Vesturvör 26-28, uppsteypu kjallara lokið og fyrsta hæðin komin vel á veg.

Vesturvör 26-28

29. ágúst, 2019

Framkvæmdir eru hafnar við Vesturvör 26-28.  Hér erum að ræða 86 íbúða hús með bílakjallara á sjávarlóð á Kársnesinu. Áætlað er að þessar íbúðir komi í sölu í lok árs 2020. Frekari upplýsingar og myndir má skoða hér.  

Allt selt í Álalind 14

29. ágúst, 2019

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú eru allar íbúðir seldar í Álalind 14.

Blokk sem skiptir litum

6. maí, 2019

Álalind 14 er farin að vekja athygli nú þegar búið er að fjarlægja vinnupallana utan af húsinu. Klæðningin skiptir litum eftir sjónarhorni, sjáið frétt RÚV með því að smella hér.

Tónahvarf 6 komið í sölu

8. mars, 2018

Sala er hafin á iðnaðarbilum við Tónahvarf í Kópavogi. Bilin verða afhent á tímabilinu janúar til mars 2019. Smellið hér til að skoða söluvef

Verkefni í vinnslu

Sjáðu hvað við erum að gera núna. Við erum sífellt að vinna að mismunandi verkefnum. Sjáðu hvað og hvar við erum að byggja. Kíktu inn og njóttu fagmannlegs handverks okkar. Hver veit, mögulega finnur þú framtíðarhúsnæðið þitt hjá okkur!

Síðustu verk

Við byggjum fyrir fólk og fyrirtæki. Skoðaðu fyrri verk okkar, fullklárað atvinnuhúsnæði og draumaheimili í notkun. Kíktu inn og fáðu innblástur, myndirnar segja allt!